Skip to main content

Það er komið sumar  

Kæru félagar

th 1

 

Sumardagurinn fyrsti er liðinn og við erum farin að líta á ferðir sumarsins. Þann 12. maí koma nýjar reglur um samkomuhald en við erum bjartsýn og ætlum í Hvítasunnuferð í Borgarfjörðinn.

Hverinn á Kleppjárnsreykjum er áfangastaðurinn 21. – 24. maí og þar getum við átt þar saman góðar stundir.

Vonandi verða þá sóttvarnaryfirvöld búin að heimila að fleiri geti komið saman og að Covid hefti ekki lengur í ferðum okkar.

Það er hinsvegar afar áríðandi að fólk skrái sig í ferðina fyrir 17. maí og það gengur ekki að einhverjir mæti án þess að vera skráðir fyrirfram.

 Hægt er að skrá sig á Fésbókinni  https://www.facebook.com/groups/husvagnar eða með því að svara þessum pósti.

Verð fyrir fullorðna: 1650 kr / dag, við borgum 2 daga og fáum þriðja daginn frítt.

Dagskráin er á heimasíðu félagsins https://husvagn.is/index.php/10-tilkynningar/139-hvitasunnan-2021

Á Hvítasunnudag ætlum við að vera með Pálínukaffiboð og þá leggja allir með á borðið og félagið býður uppá vöfflur með rjóma.

Það væri líka gaman ef einhverjir geta reddað smávinningum  til að spila með í Bingói. 

Hlökkum til að hittast.

Ferðanefndin

  • Skrifað .